Algengar spurningar

GíróGreitt er ný greiðsluleið til þess að ljúka kaupum á netinu án þess að þurfa að nota greiðslukort. Þú notar einfaldlega kennitöluna þína og færð reikning sendan í heimabanka. GíróGreitt er með 14 daga vaxtalausan greiðslufrest svo þú getur fengið vöruna fyrst og borgað svo.
GíróGreitt er greiðslufrestur til að minnsta kosti 14 daga og kostnaðurinn er einungis 195kr sem bætast við reikning í bankanum. Engir vextir eða lántökugjald.
Okkur leiðast skráningarform og slík formlegheit. Þú einfaldlega velur að greiða með GíróGreitt í einhverri af verslunum sem eru í samstarfi við okkur. Við fyrstu kaup færð þú sendan tölvupóst þar sem þú getur útbúið aðgang að færsluvefnum.
Allir orðnir eru 18 ára og ekki eru á vanskilaskrá hjá Creditinfo geta nýtt sér greiðsluleiðina.
Heimild tekur mið af mati sem framkvæmt er samhliða fyrstu kaupum en almenn heimild er 250.000kr við fyrstu kaup.
Ef þú átt í vandræðum með að greiða reikning á gjalddaga getur þú frestað gjalddaganum eða skipt greiðslum. Við leysum málin í sameiningu.
RaðGreitt og LéttGreitt eru nýjung í afgreiðslu greiðsludreifinga. Greiðsluleiðirnar eru líkar raðgreiðslusamningum kortafyrirtækjanna en í stað þess að nýta heimild greiðslukortsins er reikningur sendur í heimabanka.
RaðGreitt og LéttGreitt eru sannarlega greiðsluleiðir sem passa vel í netverslanir en einfaldleikinn gerir þær mjög hentugar í verslunum. Svo nei greiðsluleiðirnar eru líka í boði í verslunum flestra samstarfsaðila okkar.
Við höfum lagt okkur fram um að halda kostnaði í lágmarki á öllum okkar greiðsluleiðum. Kostnaðurinn er misjafn eftir greiðsluleiðum og útfærslum
Já hægt er að skipta kaupum með RaðGreitt og LéttGreitt með kennitölur fyrirtækja en fyrirtæki fara í gegnum greiðslumat með sambærilegum hætti og einstaklingar og þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði. Sömuleiðis eru það aðeins skráðir prókúruhafar sem geta lokið slíkum kaupum.
Við metum umsóknir í rauntíma og afgreiðsla samninga tekur því aðeins örfáar mínútur.