FirmaGreitt – reikningsviðskiptalausn frá Greitt

FirmaGreitt er ný þjónustuleið sem einfaldar reikningsviðskipti milli fyrirtækja.

Með því að stunda reikningsviðskipti í gegnum Greitt ehf. færð þú sem kaupandi allt að 60 daga greiðslufrest á meðan söluaðilinn fær greitt hratt og örugglega frá okkur.

Með stöðugu greiðsluflæði í gegnum FirmaGreitt takmarkar söluaðilinn áhættuna og umstangið sem fylgir reikningsviðskiptum. Hann getur því nýtt kraftana í daglegan rekstur og kjarnastarfsemi fyrirtækisins.

Úttektarhámarkið er misjafnt eftir stærð og áhættumati kaupenda en greiðslufrestur getur verið allt að 60 dögum.

Þú sem kaupandi þarft einungis að gefa upp kennitölu fyrirtækis, símanúmer og netfang. Reikningurinn birtist í heimabanka fyrirtækisins. Einfaldara getur það ekki verið !

 

Ath. Við fyrstu kaup þarf prófkúrfuhafi eða starfsmaður með umboð hans að staðfesta þá starfsmenn sem mega versla í gegnum Greitt ehf.