Ekkert flókið skráningarferli

GíróGreitt er einföld, kortalaus leið til að ganga hratt og örugglega frá kaupum á vöru eða þjónustu hvort sem verslað er yfir búðarborðið eða á netinu.

Hámarksheimild er 250.000 kr. en upphæðin er einstaklingsbundin. Algengt er að viðskiptavinir fái um 200.000 kr. heimild séu þeir samþykktir.

Kaupferlið er einfalt.  Þú sem viðskiptavinur þarft einungis að gefa upp kennitölu, símanúmer og netfang og á nokkrum sekúndum færðu heimild ef allt er eins og að á að vera.

Greiðsluseðill birtist í heimabanka og þú hefur 14 daga til að greiða. Þessi greiðslufrestur er vaxtalaus og eini kostnaðurinn þinn er greiðslu og tilkynningargjald.

Viðskiptin eru kortalaus og þar af leiðandi skerða þau ekki heimild á korti viðskiptavinarins.

Engin fyrirfram skráning. Það eina sem þú þarft að gera er að gefa upp kennitölu, símanúmer og netfang. Við sjáum um afganginn.

Einfaldara getur það ekki verið !