GíróGreitt eykur söluna – það er svo einfalt

GíróGreitt er fljótleg leið til að ganga frá sölu á vöru eða þjónustu með einföldum reikningsviðskiptum. Kaupin ganga hratt fyrir sig og án fyrirhafnar sem ýtir undir meiri sölu og eykur ánægju viðskiptavina.

GíróGreitt hentar bæði í viðskiptum á netinu og yfir búðarboðið.

Seljendur leggja inn pöntun að upphæð í reikningsviðskiptum að hámarki 200 þús. kr. sem greiðslumat Greitt ehf. afgreiðir á nokkrum sekúndum. Það tekur því aðeins augnablik fyrir viðskiptin að ganga í gegn ef allt er eins og það á að vera.

Kaupandinn hefur svo 14 daga til að gera upp reikninginn en fær vöruna strax í hendur. Viðskiptin eru kortalaus svo að þau skerða ekki heimildina á kortinu hans.

GíróGreitt er hentugur kostur fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum. Þjónustan hentar sérlega vel verslun á netinu þar sem viðskiptavinurinn þarf aldrei að yfirgefa vefverslunina til að ganga frá kaupunum.

Seljendur ganga frá reikningum á þjónustusíðu fyrirtækisins á vefsvæði Greitt ehf.

Þjónustusíðan er bæði fljótleg í uppsetningu og einföld í notkun. Greitt ehf. sér um að setja hana upp, sýna virkni þjónustusíðunnar og kenna sölumönnum að nota hana.

Auktu hjá þér söluna með einfaldri greiðsluleið sem losar þig við áhættuna og bætir traust samskipti við viðskiptavini þína.