RaðGreitt – Láttu það ganga

RaðGreitt er hraðvirkari og einfaldari leið til að ganga frá sölu á vöru eða þjónustu með einfaldri greiðsludreifingu.

RaðGreitt býðst bæði í viðskiptum á netinu og yfir búðarborðið. Þessi greiðsluleið hentar sérlega vel fyrir vefsölu og verslun á netinu þar sem viðskiptavinurinn þarf aldrei að yfir- gefa vefverslunina til að ganga frá kaupunum.

Viðskiptin ganga hratt fyrir sig og án fyrirhafnar og glaðari viðskiptavinir auka söluna. Seljendur leggja inn pöntun að upphæð í reikningsviðskiptum upp á 30–250 þús. kr. sem greiðslumat Greitt ehf. afgreiðir á nokkrum sekúndum.

Það tekur aðeins örfá augnablik fyrir viðskiptin að ganga í gegn ef allt er eins og það á að vera.

Kaupandinn getur valið að dreifa greiðslum á þrjá til tólf mánuði. Seljandi á val um að bjóða RaðGreitt með eða án vaxta.

Greitt ehf. sér um að setja upp þjónustusíðu fyrir seljendur, sýnir hvernig kerfið virkar og kennir sölumönnum að nota þjónustuna.

Auktu hjá þér söluna með fjölbreyttum greiðsluleiðum. Losaðu þig við áhættuna af reikningsviðskiptum og bættu um leið samskiptin við viðskiptavini þína.