Ólíkar þarfir

Við vitum vel að þarfir söluaðila eru ólíkar. Hvort sem um er að ræða mikinn fjölda greiðenda eða háar fjárhæðir reikninga þá höfum við lausnir.

Öruggar greiðslugáttir

Við bjóðum upp á hugbúnað til að taka á móti kortagreiðslum á netinu án þess að þurfa að vísa yfir á greiðslusíður kortafyrirtækjanna. Lausnin virkar með greiðslugáttum frá Valitor og Borgun og unnið er að útfærslu með Korta. Móttaka korta á vefsvæði er vandasöm og kann að fylgja mikil áhætta sé ekki staðið rétt að því. Á hinn bóginn er mikið fengið með því að færa kortagreiðslur inn í netverslanir en slíkt býður upp á mikinn sveigjanleika. Hægt er að bjóða reglulegum viðskiptavinum að geyma kortaupplýsingar þannig að ekki þurfi að fylla þær út í hvert skipti og sömuleiðis nýtist gáttin vel til þess að taka á móti reglulegum áskriftargreiðslum.

Greiðslulinkar

Fyrir þá sem ekki hafa sérstaka netverslun þá er einfalt mál að útbúa greiðslulink sem sendur er í tölvupósti. Greiðandi smellir á hlekkinn og velur þann greiðslumöguleika sem honum hentar. Kerfið býður upp á að halda um birgðir með einföldum hætti til að forðast að selja meira en til er o.s.frv.

Áskriftir

Að halda um reglulegar útsendingar greiðsluseðla og fylgja þeim eftir getur haft í för með sér gríðarlega mikla vinnu. Ef skuldfært er á greiðslukort þá kannast flestir við að kort sem ekki fá heimild eða kort sem lokuð hafa verið. Slíkum ferlum fylgir mikil viðbótarvinna en við bjóðum kerfi sem býður upp á möguleika á því að skilgreina feril þegar þessi atvik koma upp.  Reyna aftur á greiðslukort, senda tölvupóst og sms til að fylgja þessu eftir o.s.frv.

Útsendingar reikninga og greiðsluseðla

Það ætti enginn að sleikja umslög í hverjum mánuði eða vikulega. Við bjóðum upp á þægilega útfærslu á prentun reikninga og greiðsluseðla. Reikningarnir eru svo sendir áfram til Umslags þar sem þeir eru pakkaði í umslög og pósturinn sækir. Þú þarft því aldrei að handleika gluggaumslög.

Rafræn birting reikninga og greiðsluseðla í einkabank

Framtíðin er komin og loksins orðið mögulegt að senda reikninga með rafrænum löglegum hætti. Það ætti því enginn að þurfa að senda gluggapóst. Við bjóðum upp á ráðgjöf varðandi innleiðingu á rafrænum reikningum.

Aðhald með útsendum greiðsluseðlum.

Okkur leiðast innheimtufyrirtæki og trúum því að viðskiptasamband kaupanda og seljanda sé betra ef ekki þurfa að fylgja himinhár innheimtukostnaður þeim tilvikum þegar reikningar eru ekki greiddir á tíma. Ógreiddir reikningar geta átt sér eðlilegar skýringar og getum sjálfvirk eftifylgni með ógreiddum reikningum tryggt að engir reikningar gleymist. Þannig er t.d. hægt að senda tölvupóst ítrekanir og sms skilaboð á greiðendur eftir skilgreindum ferlum og án alls kostnaðar fyrir greiðendur.

Einnig er hægt að skilgreina útsendingu innheimtuviðvarana í nafni seljenda og með orðalagi og í bréfsefni þeirra. Þannig getur ferillinn orðið persónulegri.

Það kemur þó því miður fyrir að kröfur greiðast ekki þrátt fyrir allt og þá kann að vera eina ráðið að senda málið áfram til innheimtufyrirtækja. Hægt er að skilgreina slíka reglur fyrirfram eða láta kerfið einfaldlega tilkynna um að slík staða sé komin upp.